Jólakortasamkeppni

Dropinn ætlar að framleiða jólakort og merkimiða sem fjáröflun fyrir Dropann og nú vantar okkur fallega jólamynd til að prýða kortin. Við leitum því til listrænna Dropa sem vilja taka þátt í jólakortasamkeppni Dropans. Skila þarf inn jólamynd fyrir 1. nóv með því að senda á dropinn@dropinn.is Úrslit verða svo tilkynnt á aðalfundi 5.nóv og verðlaun veitt.

Endilega hvetjið börn ykkar til að taka þátt.

Comments 1