Forseti Íslands leggur Dropanum lið

Breki Dagur og Bergsteinn Þór hjálpuðust að við að mæla forsetann.
Breki Dagur og Bergsteinn Þór hjálpuðust að við að mæla forsetann.

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson mætti á Garðatorg í dag, 11. nóv, og lagði átaki Dropans og Lions klúbbsins Eikar, lið með því að leyfa Dropunum Breka Degi Jónssyni og Bergsteini Þór Leifssyni að mæla í sér blóðsykurinn. Einnig afhenti Guðni formanni Dropans og varaformanni, bindi og sokkapar sem fer á uppboð á mánudaginn 14. nóvember sem er aljþóðadagur sykursýkis.

15044892_10210696634548242_297170732_o
Hr. Guðni Th. Jóhannesson og Bergsteinn Þór Leifsson.

 

 

Heppnaðist viðburðurinn vel og spurði Guðni Dropana út í sjúkdóminn og fékk einnig að sjá insúlíndælu.

Lionsmenn og -konur verða víða um helgina að bjóða upp á blóðsykurmælingar en einnig verða Samtök Sykursjúkra í Smáralind á morgun, laugardaginn 12. nóvember, að bjóða upp á mælingar.

Uppboðið á bindi og sokkapari forsetans og fótboltatreyjunum, fer fram á ebay.com á mánudaginn.