Apabindi forsetans boðið upp

Apabindið og sokkarparið góða
Apabindið og sokkarparið góða

Dropinn styrktarfélag barna með sykursýki stendur þessa dagana fyrir uppboði í fjáröflunarskyni þar sem félagið safnar fyrir árlegum sumarbúðum barna og unglinga með sykursýki.

Uppboðið hefst á ebay.com í dag en 14. nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra. Á uppboðinu eru félagsliðatreyjur Viðars Arnars Kjartanssonar hjá Maccabi Tel Aviv  og Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolfes. Einnig verður landsliðstreyja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á uppboði, árituð af öllum landsliðsmönnum.

monkey-tie-visir-is
Hér sést forsetinn með bindið, mynd af vísir.is

Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson gaf Dropanum apabindið sitt fræga og litríkt sokkapar til að setja á uppboðið. Að sögn Jóns Páls Gestssonar, formanns Dropans, var Guðni með umrætt bindi í fyrstu opinberu heimsókninni sinni eftir embættistöku í sumar, á Sólheimum. “Guðni afhenti okkur þessa hluti á föstudaginn seinasta á Garðatorgi en Lionsklúbburinn Eik stóð fyrir blóðsykursmælingum þar og fengu tveir meðlimir Dropans, 4 ára og 14 ára, að mæla blóðsykurinn í Guðna”. Ennfremur segir Jón Páll að Guðni hafi fræðst um sjúkdóminn og daglegt líf barnanna og fengið að sjá insúlíndælu sem mörg börn með sykursýki af týpu 1 ganga með.

15049590_10154687876521703_1168622781_n
Landsliðstreyjan árituð

 

Hægt er að komast beint inn á uppboðið með því að smella á eftirfarandi tengla og leggja þannig málefninu lið:

Bindi og sokkapar forsetans:

http://www.ebay.com/itm/-/222313765435?

Landsliðstreyja:

http://www.ebay.com/itm/222313814069?ul_noapp=true

Félagsliðstreyja Jóns Daða Böðvarssonar

http://www.ebay.com/itm/222314014942?ul_noapp=true

Félagsliðstreyja Viðars Arnars Kjartanssonar

http://www.ebay.com/itm/222314097210?ul_noapp=true