Jólakveðja

Kæru félagar, vinir og stuðningsaðilar.

Stjórn Dropans óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Við eigum stórt ár í vændum þar sem við höldum bæði Unglinga- og barnasumarbúðir og stuðningur ykkar er forsenda þess að þetta gangi upp. Kærar þakkir fyrir alla aðstoðina hvort sem það hefur verið vinnuframlag eða gjafir. Eins langar okkur að þakka ykkur fyrir að vera Vinir Dropans, það verkefni vex jafnt og þétt og styrkir starfsemina og mun vonandi halda áfram að gera um ókomin ár.

Á árinu sem er að líða fór í loftið ný heimasíða og eru þar settar inn fréttir sem samtímis fara inn á Facebook síðu Dropans. Eins er þar með mjög einföldum hætti hægt að skrá nýja „Vini Dropans“. Endilega haldið áfram að aðstoða okkur við að stækka þann hóp.

Jólakveðjur, Stjórnin