Námskeið um sykursýki skólabarna 3.apríl kl 14

Mánudaginn 3.apríl næstkomandi stendur Landspítalinn fyrir námskeiði um sykursýki barna.

Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða blóðsykurmælingar og insúlíngjafir, fjallað um lágan og háan blóðsykur, einkenni og viðbrögð, og áhrif hreyfingar á blóðsykur. Næringarráðgjafi mun fjalla um hollt og gott fæði fyrir skólabörn með sykursýki. Að lokum verða umræður um sykurstjórnun á skólatíma og kynnt verður tillaga að samstarfi milli forráðamanna barns og starfsfólks skólans.

Þetta námkeið hefur verið haldið með reglulegu millibili og er sérstakleg sniðið að þörfum Kennarar, leikskólakennarar og annars starfsfólks skólastofnanna sem sykursjúk börn sæka svo sem leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili.

Námskeiði er frá kl 14-16, 3.apríl og fer fram í Hringsal á 1. hæð á Barnaspítala Hringsins. Þáttökugjald er 1500 kr og leiðbeinendur verða þær María Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og Sigríður Eysteinsdóttir, næringarráðgjafi

-Skráning fer fram hér-

 

Nánari upplýsingar veitir María Guðnadóttir á mariagud@landspitali.is