Dropanum barst beiðni um að birta eftirfarandi upplýsingar:
Mikilvægar öryggisupplýsingar frá Novo Nordisk A/S fyrir einstaklinga með sykursýki sem notar NovoPen® Echo® og/eða NovoPen® 5 áfyllanlega/margnota penna
NovoPen® Echo® og NovoPen® 5 eru notaðir fyrir insúlínmeðferð hjá einstaklingum með sykursýki.
Novo Nordisk A/S hefur komist að því að lykjuhólf fyrir insúlín rörlykjur sem var notað í nokkrar framleiðslulotur af NovoPen® Echo® og NovoPen® 5 áfyllanlega/margnota penna getur brotnað eða sprungur komið í það sérstakar kringumstæður. NovoPen® Echo® og NovoPen® 5 eru notaðir fyrir insúlínmeðferð hjá einstaklingum með sykursýki. Ástæðan fyrir sprungunum er að plastefnið sem notað var í lykjuhólfin í þeim framleiðslulotum sem málið varðar getur orðið viðkvæmara ef það kemst í snertingu við ákveðin efni, t.d. sum hreinsiefni. Þegar penninn er hreinsaður eins og lýst er í notkunarleiðbeiningunum er engin ástæða til að halda að sprungur í lykjuhólfið muni koma fram.
Novo Nordisk hvetur sjúklinga með sykursýki sem nota NovoPen® Echo® og/eða NovoPen® 5 úr þeim framleiðslulotum sem málið varðar að skipta um lykjuhólf þar sem einhver geta verið gölluð.
Mynd af lykjuhólfi er hér fyrir neðan:

Ef þú ert að nota NovoPen® Echo® og/eða NovoPen® 5 penna með einu af umræddu lotunúmerum, sjá töflur 4 og 5 hér að ofan geta pantað nýtt lykjuhólf sem á tengja á sama hátt og áður með því að skrá upplýsingar um nafn, heimilisfang símanúmer netfang og fjölda lykjuhólfa á www.novonordisk.com/novopenecho5.html. Lykjuhólfið/in verður þá sent til þín þér að kostnaðarlausu innan fárra daga.
Einnig er hægt að hafa samband við Markaðstengil Novo Nordisk á Íslandi Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir dagmar@vistor.is eða í síma 535 7021 sem veitir frekari upplýsingar og aðstoð.
Listi yfir gallaðar lotur
NovoPen® Echo®:
DUG1709 DUG1778 DUG2116-3 DUG2130-3 |
EVG2298-3 EVG2300-3 EVG4252-1 EVG4253-1 EVG5699-8 EVG5946-3 EVG6823-7 EVG6824-7 |
FVG8131-7 FVG8132-8 FVG8413-9 FVG8414-3 |
Tafla 1. Listi gallaðra lota af NovoPen® Echo® á Íslandi.
NovoPen® 5:
EVG2294-1 EVG4360-3 EVG6245-2 |
FVG7565-3 FVG7604-2 |
Tafla 2. Listi gallaðra lota af NovoPen® 5 á Íslandi.
Sjúklingar sem eru með NovoPen® Echo® og/eða NovoPen® 5 tæki með lotunúmeri sem ekki er getið um hér fyrir ofan geta verið vissir um að tækið muni virka eins og til er ætlast.
Tilkynntu allar aukaverkanir til safety@vistor.is
Vinsamlegast,
Fyrir hönd Vistor umboðsmanns Novo Nordisk á Íslandi
Sigrún Edwald
Gæðastjóri Vistor
Frekari upplýsingar
Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir
s: 535 7021
dagmar@vistor.is