Aðalfundur 11. nóvember

Aðalfundur Dropans verður haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 16 -18 í íþróttamiðstöðinni Björk (Litlu Björk) Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Gryfjan verður að vanda opin fyrir börnin og veitingar í boði Ölgerðarinnar og stjórnar.

Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundastörf auk fræðsluerenda og umræðu. Stefán hjá Medica ætlar að vera með erindi um íþróttaiðkun og tengja það við guardian connect notkun sína. Við erum að vinna í því að fá aðila til að tala um andlega líðan ungmenna með langvinna sjúkdóma, vonandi tekst það.

Nokkrir stjórnarmeðlimir hafa áhuga á að starfa áfram fyrir félagið, en manna þarf einhverjar stöður og því vantar gott fólk í stjórn. Endilega hafið samband á dropinn@dropinn.is ef þið hafið áhuga á að leggja hönd á plóg. Við leitum af fólki af öllu landinu, stjórnarfundir fara mikið til fram á vef eða með aðstoð samskiptaforrita.

Kveðja stjórnin