Styrktartónleikar Dropans á degi sykursýki 14. nóvember

Kæru félagar og aðrir velunnarar

Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki heldur sína fyrstu styrktartónleika þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 20.00 í Seljakirkju. Meginmarkmið Dropans er að halda úti sumarbúðum fyrir börn og unglinga með sykursýki. Öll innkoma af miðasölu á þessa tónleika rennur óskipt í sjóð fyrir sumarbúðirnar.

Fram koma: Greta Salóme og hljómsveit hennar Kráwtína folk band, Valdimar Guðmundsson, Hreindís Ylva, Reykjavík Swing Syndicate ásamt Ingrid Örk Kjartansdóttur, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir básúnleikari ásamt Margréti Arnardóttur harmonikuleikar, Aron Hannes og Sylvía Rún ásamt Elísabetu Svölu Dropastelpu og hljómsveitin Værð. Kynnir er Gunnar Helgason.

Miðasala fer fram á tix.is  Miðaverð er 2500 í forsölu eða 3000 við inngang. Húsið opnar kl 19:30 á tónleikadegi.

Stjórn Dropans leitar ávallt nýrra leiða til að fjármagna sumarbúðir og önnur verkefni félagsins. Tónleikarnir eru liður í þeirri vinnu og vonumst við til að þið aðstoðið okkur við að fylla salinn og láta ykkar vini og vandamenn vita af þessum viðburði.

Viðburður á facebook: www.facebook.com/events/697600720431947

Kveðja, Stjórnin