Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir:

16.ágúst næstkomandi  kl: 14-16 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins,  1.hæð

Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra.

Kynntar verða blóðsykurmælingar og insúlíngjafir, fjallað um lágan og háan blóðsykur, einkenni og viðbrögð, og áhrif hreyfingar á blóðsykur.

Næringarráðgjafi mun fjalla um hollt og gott fæði fyrir alla.

Farið yfir samspil blóðsykur og hreyfingar.

Skráning:   http://www.landspitali.is/namskeid-sykursyki

Námskeiðið er með annars fyrir kennarar, leikskólakennarar og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, ásamt  starfsfólki frístundaheimili. 

Leiðbeinendur eru Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingar og Sigríður Eysteinsdóttir,  næringarráðgjafi og Birkir Friðfinnsson, sjúkraþjálfari. 

Þátttökugjald er 2000  krónur