Aðalfundur 4.nóvember

Aðalfundur Dropans verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember kl. 16 -18 í íþróttamiðstöðinni Björk (Litlu Björk) Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Gryfjan verður að vanda opin fyrir börnin.

Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundastörf auk fræðsluerenda og umræðu. Nánari dagskrá tilkynnist hér síðar.

Nokkrir stjórnarmeðlimir hafa áhuga á að starfa áfram fyrir félagið, en manna þarf einhverjar stöður og því vantar gott fólk í stjórn. Við leitum af fólki af öllu landinu, stjórnarfundir fara mikið til fram á vef eða með aðstoð samfélagsmiðla og samskipta forrita.