Unglingaferð Dropans sumarið 2019

Að vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð í sumar. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 2001-2005).

Farið verður til Svíþjóðar þar sem búið verður á skólaskipinu Kvartsita og siglt um í fallegu umhverfi á sléttum sjó og stundum ekki svo sléttum. Krakkarnir eru hásetar um borð og allir hjálpast að og skemmta sér. Flogið verður með Icelandair út til Osló, rúta að skipi í Fiskebäckskil. Flogið tilbaka frá Kaupmannahöfn, Síðustu tveir dagarnir eru í Gautaborg, gist 2 nætur á hotel Ibis. Þar verður farið í Tívólí í Liseberg og gert margt skemmtilegt. Ragnar er sérlegur áhugamaður um verslunarferðir og stýrir þeim.

Þessi ævintýraferð verður 6. júní – 13. júní. Flugin eru FI 318 KEF OSL 0750 1225 6 JUN og til baka, FI 209 CPH KEF 1730 1840 13 JUN. Kynningarfundur verður í janúar eða febrúar og auglýstur síðar. Kostnaður er áætlaður 50.000 kr og Samtök Sykursjúkra endurgreiða helming upphæðarinnar, fyrir þá sem eru félagsmenn í samtökunum. Það kostar 3.000 kr að vera meðlimur og hægt að skrá sig með því að smella hér og fylla út formið.

Sendið umsókn á: dropinn@dropinn.is þar sem fram kemur

Nafn og kennitala unglings,
Heimilisfang,
Nafn og kennitala forráðamanns,
Símanúmer
Netfang

Ragnar Bjarnason yfirlæknir barnadeildar Landspítala fer með og ber höfuðábyrgð á öllu. Hann hefur úrslitavaldið ef of margar umsóknir berast og veit manna best hverjir þurfa mest á þessum búðum að halda. Einnig að nýliðar sem ekki hafa farið áður ganga fyrir.