Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir:

14. febrúar næstkomandi  kl: 14-16 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins,  1.hæð

Á námskeiðinu verður fjallað um almenn atriði varðandi sykursýki, aðferðir til að stýra blóðsykri, hollt og gott fæði fyrir alla, samspil blóðsykurs og hreyfingar.

Námskeiðið er fyrir starfsfólk leikskóla, skóla og frístundaheimila

Leiðbeinendur eru Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingar og Sigríður Eysteinsdóttir,  næringarráðgjafi og Birkir Friðfinnsson, sjúkraþjálfari. 

Þátttökugjald er 2000  krónur

Nánari upplýsingar og skráning:  www.landspitali.is/namskeid-sykursyki