Nýjar dagsetningar!! Skráning í sumarbúðir barna hafin

Sökum Covid-19 faraldur og óvissu í þjóðfélaginu hefur stjórn Dropans í samráði við Sykursýkisteymis Barnaspítalans og staðarhaldara á Löngumýri ákveðið að fresta sumarbúðum sem fyrirhugaðar voru í byrjun júní. Nýjar dagsetningar eru 16.-20.ágúst.

Haft verður samband við alla sem nú þegar hafa skráð sig og þeim gerð grein fyrir stöðunni.

Hér kemur upphaflega auglýsingin með uppfærðum dagsetningum:

Skráning í sumarbúðir barna að Löngumýri er hafin. Búðirnar fara fram dagana 16.-20.ágúst. Þátttökugjaldið er 28 þúsund en Samtök Sykursjúkra endurgreiða helming af kostnaði þeirra sem eru í félaginu.

Þetta árið eru haldnar búðir fyrir börn fædd 2008 – 2013. Dropinn heldur utan um skráningu, en fagleg umsjón er í höndum Sykursýkisteymis Barnaspítalans.

Finna má frekari upplýsingar um búðirnar hér.

Skráning fer fram hér!