Skilaboð frá göngudeild barna með sykursýki

Vegna takmarkaðs aðgengis að göngudeildinni vegna covid faraldursins, vill fagfólkið á göngudeildinni minna foreldra á að nýta sér tölvupóstnetfangið sykursykibarna@landspitali.is  fyrir fyrirspurnir og aðstoð en einnig til að fá endurnýjaða lyfseðla og vottorð. 

Ef þörf er á aðstoð vegna sykurstjórnunar er kjörið að senda care link skýrslur í pdf. formi eða upplýsingar um blóðsykursmælingar og insúlíngjafir sl. 1-2 vikur á öðru formi, á ofangreint netfang.  

Í ljósi aðstæðna mun fagfólkið á göngudeildinni leitast við að svara erindum eins fljótt og auðið er.

Sé erindið brátt og þolir ekki bið, leitið á Bráðamóttöku barna á Barnaspítala. Tilkynnið komu ykkar með því að hringja í 543-1000 og biðjið um Bráðamóttöku barna.

Kær kveðja

Gangi ykkur vel!