Skráning er hafin í sumarbúðir barna og unglinga

Nú hafa þær gleðifréttir borist að við höfum fengið grænt ljós á sumarbúðir barna og unglinga í ár.

Sumarbúðir barna verða að Löngumýri í Skagafirði 11.-15. júní en sumarbúðir unglinga að Bakkaflöt í Skagafirði 11.-14. júní.

Sumarbúðir barna eru haldnar fyrir börn fædd árin 2008 – 2013. Unglingaferðin er ætluð 14-18 ára unglingum fædd 2003-2007. Dropinn heldur utan um skráningu, en fagleg umsjón er í höndum Sykursýkisteymis Barnaspítalans. Hér má kynna sér það sem Bakkaflöt hefur uppá að bjóða!

Skimun fyrir COVID-19 er nauðsynleg 2-3 dögum fyrir brottför og sýna þarf vottorð með neikvæðri niðurstöðu áður en farið er í ferðina.

Þátttökugjaldið er 28 þúsund krónur en Samtök Sykursjúkra endurgreiða helming af kostnaði þeirra sem eru í félaginu. Greitt er inn á þennan reikning 544 – 26 – 32126 kt. 660296-2049. Það kostar 3.000 kr að vera meðlimur á Samtökum sykursjúkra og hægt að skrá sig með því að smella hér og fylla út formið. Sá háttur er hafður á að greitt er fullt gjald til Dropans og síðan þarf að senda kvittun ásamt reikningsupplýsingum til Samtaka sykursjúkra á diabetes@diabetes.is til að fá endurgreiðslu.

Fjöldatakmarkanir sem verða í gangi á tíma sumarbúðanna ráða því hversu margir geta tekið þátt. Fari skráningar fram úr þeim fjöldatakmörkunum, mun teymið taka ákvörðun um framhaldið, þ.e. hverjum verður boðin þátttaka og hefur úrslitavaldið ef of margar umsóknir berast. Viðmiðunarreglan er að nýliðar sem ekki hafa farið áður ganga fyrir.

Skráning í unglingabúðir https://forms.gle/txX1jnP7nGMKB5Sg8

Skráning í barnabúðir https://forms.gle/cKxQ2PugR3WGRpRo9

Vinsamlegast gangið frá skráningu sem allra fyrst eða eigi síðar en 24.maí þar sem það stutt er í ferðirnar.