Skráning í barna sumarbúðirnar 9-13.júní

Ath að búið að loka fyrir skráningu í sumarbúðir barna. Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir, sendið þá póst á dropinn@dropinn.is.

Sumarbúðir barna verða að Löngumýri í Skagafirði 09.-13. júní.

Sumarbúðir barna eru haldnar fyrir börn fædd árin 2010 – 2015. Dropinn heldur utan um skráningu, en fagleg umsjón er í höndum Sykursýkisteymis Barnaspítalans. 

Þátttökugjaldið er 15 þúsund krónur fyrir þá sem eru í Diabetes Ísland – Félag fólks með sykursýki en 30 þúsund ef þið eruð ekki í samtökunum þar sem samtökin greiða helming á móti í ferðina.

Greitt er inn á þennan reikning 544 – 26 – 32126 kt. 660296-2049. Og hafa Búðir í skýringu á greiðslu.

Það kostar 3.000 kr að vera meðlimur á Diabetes Ísland – Félag fólks með sykursýki og hægt að skrá sig með því að smella hér og fylla út formið.

Kær kveðja,

Stjórn Dropans