Aðalfundur

Stjórn Dropans boðar til aðalfundar föstudaginn 12.maí kl.18:00. Fundurinn fer fram í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði Haukahrauni 1. Gengið er inn hægra megin á húsinu (ekki aðalinngang). Á dagskrá eru lögbundin aðalfundarstörf, ársreikningur kynntur, stutt kynning á fyrirhugaðri sumarbúðarferð og önnur mál/umræður. Boðið verður uppá drykki og léttar veitingar.

Það verður fimleikasalur fyrir krakkana til að djöflast í á meðan á fundinum stendur og ef þið hafið eldri börn sem gætu litið til með þeim yngri í salnum þá væri það frábært 🙂

Búast má við hrókeringum í stjórn. Áhugasamir geta sett sig í samband við gjalkera á tölvupóstfangið olinahalla77(at)gmail.com, í s:6628870 eða gefið kosta á sér á fundi. Búseta utan höfuðborgar er engin fyrirstaða.