Fjölskylduhelgi Dropans

Fjölsylduhelgi Dropans verður haldin í fyrsta sinn í Þykkvabæ á suðurlandi laugardagaginn 22.júní. Viðburðurinn er ætlaður fjölskyldum barna með sykursýki t1. Ætlunin er að njóta samveru og gefa krökkunum og foreldrum/forráðamönnum tækifæri að hittast. Dagskrá verður á léttum nótum, leikir og skemmtun fyrir unga sem aldna en einnig verður boðið upp á fræðsluerendi og annað …

Bingó á Uppstigningardag 30.maí kl 14

Nú er komið að því, árlega fjáröflunarbingó Dropans fer fram í sal Íslenska Gámafélagsins Gufunesvegi 30.maí kl 14. Að vanda eru fullt af veglegum vinningum í boði og kaffihlaðborð að bingói loknu. Tökum daginn frá og fjölmennum! https://www.facebook.com/events/403075110281541/

Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir: 14. febrúar næstkomandi  kl: 14-16 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins,  1.hæð Á námskeiðinu verður fjallað um almenn atriði varðandi sykursýki, aðferðir til að stýra blóðsykri, hollt og gott fæði fyrir alla, samspil blóðsykurs og hreyfingar. Námskeiðið er fyrir starfsfólk leikskóla, skóla og frístundaheimila …

Dropanum bárust á dögunum tveir styrkir.

Þrjár vinkonur í Hveragerði sem héldu tombólu og söfnuðu fyrir Dropann en þetta voru þær Karítas Lilja (6), Íris Björk (7), Hekla Sól (6) og söfnuðust 7661 kr. Færum við þeim bestu þakkir fyrir stuðningin. Svo var það Samfélagssjóður Landsbankans sem styrkir starfið að upphæð 500þ.kr. og færum við þeim bestu þakkir fyrir.  

Unglingaferð Dropans sumarið 2019

Að vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð í sumar. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 2001-2005). Farið verður til Svíþjóðar þar sem búið verður á skólaskipinu Kvartsita og siglt um í fallegu umhverfi á sléttum sjó og stundum ekki svo sléttum. Krakkarnir eru hásetar um borð og allir hjálpast að og skemmta sér. Flogið verður …

Góðgerðartónleikar og útgáfufögnuður á alþjóðadegi sykursýki 14.nóv

Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki heldur styrktartónleika miðvikudagur 14. nóvember klukkan 20.00 í Seljakirkju. Megin markmið Dropans er að halda úti sumarbúðum fyrir börn og unglinga með sykursýki. Öll innkoma af miðasölu á þessa tónleika rennur óskipt í sjóð fyrir sumarbúðirnar. Fram koma: Una Stef, Svavar Knútur, Jónsi, Matthías Stefánsson, Siggi Swing and his …

Aðalfundur 4.nóvember

Aðalfundur Dropans verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember kl. 16 -18 í íþróttamiðstöðinni Björk (Litlu Björk) Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Gryfjan verður að vanda opin fyrir börnin. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundastörf auk fræðsluerenda og umræðu. Nánari dagskrá tilkynnist hér síðar. Nokkrir stjórnarmeðlimir hafa áhuga á að starfa áfram fyrir félagið, en manna þarf einhverjar stöður …

Fyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni

Fimmtudaginn 25.október fáum við stórskemmtilegan fyrirlesara sem nær svakalega vel til jafnt unga sem aldna. Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari með bs. gráðu í sálfræði. Hann var umsjónarmaður Meistaramánaðar og hefur stýrt tveimur sjónvarpsþáttum bæði á RÚV og Stöð 2. Í fyrirlestrinum fyrir Dropann fjallar hann um jákvætt hugarfar, samskipti í hópum og markmiðasetningu. Pálmar …

Reykjavíkurmaraþon 2018

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið en eins og síðustu ár er hægt að safna fyrir Dropann. Við hvetjum alla til að heita á einhvern af þeim góðhjörtuðu hlaupurum sem hlaupa til styrktar Dropans. Hér má sjá hlauparana:https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/454/dropinn-styrktarfelag-barna-med-sykursyki Valgeir Ólason er einn þeirra sem hleypur fyrir Dropann og hann sendi okkur smá pistil sem við viljum birta …

Sumarbúðir

Glæsilegur hópur starfmanna sumarbúðanna.

Síðdegis í dag var stór stund í starfsemi Dropans, en þá sendum við af stað myndarlegan hóp af krökkum, starfsfólki og heilbrigðisstarfsmönnum í sumarbúðir. Ferðinni er heitið að Löngumýri í Skagafirði þar sem hópurinn dvelur fram á þriðjudag. Sumarbúðirnar eru, ásamt unglingabúðunum, mikilvægasti viðburðurinn í starfseminni. Þetta er einskonar lokapunktur í starfsári Dropans því næst …