Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir: 16.ágúst næstkomandi  kl: 14-16 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins,  1.hæð Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða blóðsykurmælingar og insúlíngjafir, fjallað um lágan og …

Takk fyrir frábært Bingó!!

Styrktarbingóið 10 maí, tókst frábærlega! Fjölmargir mættu og styrktu okkar frábæru börn. Styrktarbingóið er haldið árlega og alltaf á uppsstigningardag. Þökkum Íslenska Gámafélaginu fyrir að lána okkur matsalinn sinn (aftur) undir Bingóið og að sjálfsögðu öllum þeim sem gáfu okkur vinninga, en vinningarnir hafa aldrei verið fleiri né veglegri. Beztu þakkirnar fáið þið sem mættu …

Bingó á Uppstigningardag 10.maí kl 14

Nú er komið að því, árlega fjáröflunarbingó Dropans fer fram í sal Íslenska Gámafélagsins Gufunesvegi 10.maí kl 14. Að vanda eru fullt af veglegum vinningum í boði og kaffihlaðborð að bingói loknu. Tökum daginn frá og fjölmennum!

Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir: Miðvikudag, 21. febrúar næstkomandi  kl: 14-16 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins,  1.hæð Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða blóðsykurmælingar og insúlíngjafir, fjallað um …

Jólakort og merkimiðar til styrktar Dropanum

Eins og síðustu ár gefur Dropinn út jólakort og merkispjöld fyrir gafir og eru það krakkar úr félaginu sem skreyta kortin. Kortin í ár eru einstaklega glæsilega og viljum við þakka þeim Ísabellu Dís Sheehan og Söru Kristínu Smáradóttur fyrir myndirnar. Þær eiga von á glaðningi með póstinum. Kortin og merkimiðarnir fást hjá stjórnarmeðlimum Dropans, …

Aðalfundur 11. nóvember

Aðalfundur Dropans verður haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 16 -18 í íþróttamiðstöðinni Björk (Litlu Björk) Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Gryfjan verður að vanda opin fyrir börnin og veitingar í boði Ölgerðarinnar og stjórnar. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundastörf auk fræðsluerenda og umræðu. Stefán hjá Medica ætlar að vera með erindi um íþróttaiðkun og tengja það …

Styrktartónleikar Dropans á degi sykursýki 14. nóvember

Kæru félagar og aðrir velunnarar Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki heldur sína fyrstu styrktartónleika þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 20.00 í Seljakirkju. Meginmarkmið Dropans er að halda úti sumarbúðum fyrir börn og unglinga með sykursýki. Öll innkoma af miðasölu á þessa tónleika rennur óskipt í sjóð fyrir sumarbúðirnar. Fram koma: Greta Salóme og hljómsveit hennar Kráwtína …

Skemmtilegur hittingur í Skypark

Smádroparnir héldu sinn 4. hitting síðan starfið hófst í Skypark í Kópavogi. 7 krakkar hoppuðu og skoppuðu á meðan foreldrarnir spjölluðu í glæsilegu veisluherbergi staðarins sem kallað er Ofurhetjuherbergið, sem okkur fannst mjög viðeigandi! Við þökkum Skypark fyrir að taka á móti okkur. Næsti Smádropahittingur verður fljótlega eftir áramót og tilkynnt um hann hér á …

Smádropar hittast 22. október í Skypark

Smádropastarfið heldur áfram göngu sinni og nú ætlum við að hittast í Skypark Sunnudaginn 22.október kl 12:00.  Hittingurinn er hugsaður fyrir krakka sem ekki hafa aldur til að fara í sumarbúðir og foreldra þeirra að hittast. Yngstu sumarbúðakrakkarnir mega líka kíkja…   Við höfum herbergi fyrir hópinn til kl 13:30. Gott væri að staðfesta þátttöku …