Bingó á Uppstigningardag 10.maí kl 14

Nú er komið að því, árlega fjáröflunarbingó Dropans fer fram í sal Íslenska Gámafélagsins Gufunesvegi 10.maí kl 14. Að vanda eru fullt af veglegum vinningum í boði og kaffihlaðborð að bingói loknu. Tökum daginn frá og fjölmennum!

Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir: Miðvikudag, 21. febrúar næstkomandi  kl: 14-16 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins,  1.hæð Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða blóðsykurmælingar og insúlíngjafir, fjallað um …

Jólakort og merkimiðar til styrktar Dropanum

Eins og síðustu ár gefur Dropinn út jólakort og merkispjöld fyrir gafir og eru það krakkar úr félaginu sem skreyta kortin. Kortin í ár eru einstaklega glæsilega og viljum við þakka þeim Ísabellu Dís Sheehan og Söru Kristínu Smáradóttur fyrir myndirnar. Þær eiga von á glaðningi með póstinum. Kortin og merkimiðarnir fást hjá stjórnarmeðlimum Dropans, …

Aðalfundur 11. nóvember

Aðalfundur Dropans verður haldinn laugardaginn 11. nóvember kl. 16 -18 í íþróttamiðstöðinni Björk (Litlu Björk) Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Gryfjan verður að vanda opin fyrir börnin og veitingar í boði Ölgerðarinnar og stjórnar. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundastörf auk fræðsluerenda og umræðu. Stefán hjá Medica ætlar að vera með erindi um íþróttaiðkun og tengja það …

Styrktartónleikar Dropans á degi sykursýki 14. nóvember

Kæru félagar og aðrir velunnarar Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki heldur sína fyrstu styrktartónleika þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 20.00 í Seljakirkju. Meginmarkmið Dropans er að halda úti sumarbúðum fyrir börn og unglinga með sykursýki. Öll innkoma af miðasölu á þessa tónleika rennur óskipt í sjóð fyrir sumarbúðirnar. Fram koma: Greta Salóme og hljómsveit hennar Kráwtína …

Skemmtilegur hittingur í Skypark

Smádroparnir héldu sinn 4. hitting síðan starfið hófst í Skypark í Kópavogi. 7 krakkar hoppuðu og skoppuðu á meðan foreldrarnir spjölluðu í glæsilegu veisluherbergi staðarins sem kallað er Ofurhetjuherbergið, sem okkur fannst mjög viðeigandi! Við þökkum Skypark fyrir að taka á móti okkur. Næsti Smádropahittingur verður fljótlega eftir áramót og tilkynnt um hann hér á …

Smádropar hittast 22. október í Skypark

Smádropastarfið heldur áfram göngu sinni og nú ætlum við að hittast í Skypark Sunnudaginn 22.október kl 12:00.  Hittingurinn er hugsaður fyrir krakka sem ekki hafa aldur til að fara í sumarbúðir og foreldra þeirra að hittast. Yngstu sumarbúðakrakkarnir mega líka kíkja…   Við höfum herbergi fyrir hópinn til kl 13:30. Gott væri að staðfesta þátttöku …

Jólakortasamkeppni

Dropinn ætlar að útbúa jólakort og merkimiða í fjáröflunarskyni fyrir Dropann og nú vantar okkur fallega jólamynd til að prýða kortin. Við leitum því til listrænna Dropa sem vilja taka þátt í jólakortasamkeppni Dropans. Skila þarf inn jólamynd fyrir 25.október. Myndir þurfa að vera skannaðar inn í góðri upplausn og helst á .jpg formati. Skilið …

Öryggisupplýsingar frá Novo Nordisk

Dropanum barst beiðni um að birta eftirfarandi upplýsingar: Mikilvægar öryggisupplýsingar frá Novo Nordisk A/S fyrir einstaklinga með sykursýki sem notar NovoPen® Echo® og/eða NovoPen® 5 áfyllanlega/margnota penna NovoPen® Echo® og NovoPen® 5 eru notaðir fyrir insúlínmeðferð hjá einstaklingum með sykursýki. Novo Nordisk A/S hefur komist að því að lykjuhólf fyrir insúlín rörlykjur sem var notað …