Apabindi forsetans boðið upp

Dropinn styrktarfélag barna með sykursýki stendur þessa dagana fyrir uppboði í fjáröflunarskyni þar sem félagið safnar fyrir árlegum sumarbúðum barna og unglinga með sykursýki. Uppboðið hefst á ebay.com í dag en 14. nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra. Á uppboðinu eru félagsliðatreyjur Viðars Arnars Kjartanssonar hjá Maccabi Tel Aviv og Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolfes. Einnig verður …