Tilkynning til foreldra v. Medic Alert

MedicAlert er mjög mikilvægt til að tryggja öryggi barna og fullorðinna með sykursýki af tegund 1. Sérstaklega ef að eitthvað óvænt kemur upp á ss slys og bráð veikindi. Enn mikilvægara á ferðum erlendis þar sem engar upplýsingar eru til um einstaklinginn í sjúkraskrárkerfum. Mikilvægt að fólk viti: 1 Það hefur alltaf þurft að borga …

Tilkynninga vegna símasöfnunar Dropans

Fyrir mistök voru fyrstu kröfur vegna símasöfnunar stofnaðar sem hefðbundnar kröfur og báru vexti. Við biðjumst velvirðingar á því. Allar ógreiddar kröfur verða felldar niður og endurstofnaðar og bera ekki vexti. Símasöfnunin gengur vonum framar og þökkum við öllum þeim sem lagt hafa lið kærlega fyrir veittan stuðnin.

Símasöfnun Dropans

Þar sem ekki hefur viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og lítið gerst í þeim málum hjá félaginu fyrir utan Reykjavíkurmaraþon hefur stjórn félagsins sett af stað símasöfnun. Á næsta ári ætlum við okkur að halda bæði unglingabúðir á Kvartsita og barnabúðir í Löngumýri og því ljóst að við þurfum halda vel á spöðunum.  Stjórn …

Skilaboð frá göngudeild barna með sykursýki

Vegna takmarkaðs aðgengis að göngudeildinni vegna covid faraldursins, vill fagfólkið á göngudeildinni minna foreldra á að nýta sér tölvupóstnetfangið sykursykibarna@landspitali.is  fyrir fyrirspurnir og aðstoð en einnig til að fá endurnýjaða lyfseðla og vottorð.  Ef þörf er á aðstoð vegna sykurstjórnunar er kjörið að senda care link skýrslur í pdf. formi eða upplýsingar um blóðsykursmælingar og insúlíngjafir sl. …

Orðsending frá Göngudeild v. Covid 19

Um börn með sykursýki gildir eftirfarandi: 1. Sinna smitvörnum eins og allir í samfélaginu.2. Breyta skömmtum eins og við önnur veikindi.3. Skólum og dagvistun verður lokað af Sóttvarnalækni ef að ástæða er til. Ekki sér reglur um börn með sykursýki4. Fylgjast með fréttum og vef Landlæknis.5. Barnaspítalinn sinnir bráðum veikindum og ráðgjöf varðandi sykursýki eins …

Námskeið um sykursýki skólabarna

Námskeiðið verður haldið mánudaginn 02.03.2020 kl: 13:30-15:30 Á Barnaspítala Hringsins Hringsal, 1.hæð Að þessu sinni verður ekki kallað eftir skráningum. Markmið námskeiðs er að styrkja starfsfólk leikskóla, skóla og frístundaheimila í að sinna börnum með sykursýki. Fjallað verður sérstaklega um blóðsykurssírita og insúlíndælur

Nýjar dagsetningar!! Skráning í sumarbúðir barna hafin

Sökum Covid-19 faraldur og óvissu í þjóðfélaginu hefur stjórn Dropans í samráði við Sykursýkisteymis Barnaspítalans og staðarhaldara á Löngumýri ákveðið að fresta sumarbúðum sem fyrirhugaðar voru í byrjun júní. Nýjar dagsetningar eru 16.-20.ágúst. Haft verður samband við alla sem nú þegar hafa skráð sig og þeim gerð grein fyrir stöðunni. Hér kemur upphaflega auglýsingin með …

Gjöf í desember

Dropanum barst á dögunum fjárstyrkur frá starfsfólki leikskólans Norðurberg í Hafnarfirði, en starfsfólk þar á bæ hefur um nokkura ára skeið valið eitt góðgerðafélag til að styrkja í desember. Við færum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Heilbrigð – með sykursýki: Útilokun fyrir störf á Íslandi

Höfundur greinar er Ingibjörg Thomsen Hreiðarsdóttir og birtist hún í fréttablaðinu og á vísir.is 14.nóvember 2019. Sykursýki týpa 1 getur verið lífsógnandi sjúkdómur og verkefni daglegs lífs geta sannarlega verið áskorun fyrir einstaklinginn og nánasta umhverfi hans. Rannsókn sem var gerð við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 2014 gaf til kynna að einstaklingur með …

14. Nóvember

Banting og Best tókst árið 1921 að einangra insúlín í fyrsta skipti og í framhaldi af því þróa aðferð til að framleiða það til meðferðar á mönnum. Fram til þess hafði það að greinast með sykursýki verið dauðadómur. Fjórtándi nóvember er fæðingardagur Banting og er dagurinn í dag alþjóðadagur sykursýki og baráttunni við að finna …