Aðalfundur 5.nóv kl 16:00

Aðalfundur Dropans verður haldinn laugardaginn 5. nóvember kl .16 -18 í íþróttamiðstöðinni Björk (Litlu Björk) Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Gryfjan verður að vanda opin fyrir börnin og veitingar í boði Ölgerðarinnar og Myllunnar.

Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundastörf auk fræðsluerenda og umræðu. Sigrún Sigurðardóttir Lífeindarfræðingur, sölustjóri MiniMed Diabetics Intermedica ætlar að kynna nýjungar í búnaði barna með sykursýki og svo kemur Jóhann Einarsson frá Ungliðum SS og segir frá reynslu sinni af þráðlausum sykurnemum en hann er einn fimm einstaklinga sem eru að prufukeyra Free Style neman sem skynjar í gegnum húð en er ekki slöngutengdur.

Nokkrir stjórnarmeðlimir hafa áhuga á að starfa áfram fyrir félagið, en manna þarf einhverjar stöður og því vantar gott fólk í stjórn. Endilega hafið samband á dropinn@dropinn.is ef þið hafið áhuga á að leggja hönd á plóg. Við leitum af fólki af öllu landinu, stjórnarfundir fara mikið til fram á vef eða með aðstoð samskiptaforrita.

Við minnum á jólamyndasamkeppnina en úrslit verða kynnt á aðalfundinum. Sjá nánar hér