Unglingaferð Dropans sumarið 2017

dropaseglAð vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð í sumar. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 1999-2003).
Farið verður til  Svíþjóðar þar sem farið verður á skólaskip og siglt um í fallegu umhverfi á sléttum sjó. Krakkarnir eru hásetar um borð og allir hjálpast að og skemmta sér.

Flogið verður með Icelandair til Gautaborgar, rúta að skipi og svo er í lokin gist í Gautaborg í 2 nætur á Ibis hóteli. Þar  verður farið í Tívólí í Liseberg og gert margt skemmtilegt. Ragnar er sérlegur áhugamaður um verslunarferðir og stýrir þeim.

Þessi ævintýraferð verður 9. júní – 15. júní.  Kynningarfundur verður í janúar!

Kostnaður er áætlaður 50.000 kr og Samtök Sykursjúkra endurgreiða helming upphæðarinnar.  Það kostar 3.000 kr að vera meðlimur

Sendið umsókn á: dropinn@dropinn.is  þar sem fram kemur

  • nafn og kennitala unglings,
  • heimilisfang,
  • nafn og kennitala forráðamanns,
  • símanúmer
  • netfang

 

Það er hámarksfjöldi sem kemst í ferðina. Ef fleiri vilja fara en pláss er fyrir mun Ragnar, ásamt stjórn velja þá sem fara. Þeir sem eru í forgang eru þeir sem hafa ekki farið áður eða eru nýgreindir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.