Unglingaferð Dropans sumarið 2017

dropaseglAð vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð í sumar. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 1999-2003).
Farið verður til  Svíþjóðar þar sem farið verður á skólaskip og siglt um í fallegu umhverfi á sléttum sjó. Krakkarnir eru hásetar um borð og allir hjálpast að og skemmta sér.

Flogið verður með Icelandair til Gautaborgar, rúta að skipi og svo er í lokin gist í Gautaborg í 2 nætur á Ibis hóteli. Þar  verður farið í Tívólí í Liseberg og gert margt skemmtilegt. Ragnar er sérlegur áhugamaður um verslunarferðir og stýrir þeim.

Þessi ævintýraferð verður 9. júní – 15. júní.  Kynningarfundur verður í janúar!

Kostnaður er áætlaður 50.000 kr og Samtök Sykursjúkra endurgreiða helming upphæðarinnar.  Það kostar 3.000 kr að vera meðlimur

Sendið umsókn á: dropinn@dropinn.is  þar sem fram kemur

  • nafn og kennitala unglings,
  • heimilisfang,
  • nafn og kennitala forráðamanns,
  • símanúmer
  • netfang

 

Það er hámarksfjöldi sem kemst í ferðina. Ef fleiri vilja fara en pláss er fyrir mun Ragnar, ásamt stjórn velja þá sem fara. Þeir sem eru í forgang eru þeir sem hafa ekki farið áður eða eru nýgreindir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.