Góðar gjafir í lok árs

 

Jón Páll formaður Dropans afhendir Báru móður Berglindar þakklætisvott.

Dropanum hefur síðust daga borist nokkrar góðar gjafir, um er að ræða peningagjafir þar sem aðilar hafa styrkt okkur í stað þess að senda jólakort þetta árið. Þökkum við kærlega fyrir okkur.

Í dag tók stjórn Dropans við góðum styrk en það var Bára Erna Ólafsdóttir sem gaf veglega peningagjöf til Dropans í minningu dóttur sinnar Berglindar Maríu Karlsdóttir sem greindist með sykursýki 9 ára. Gjöfin var afhent í dag þriðjudaginn 27.desember en þann dag fyrir fimm árum féll Berglind frá. Berglind hefði orðið 50 ára í ár, 2016.

 

Fjölskylda Berglindar, móðir, systir og dætur

Stjórn Dropans sendir Báru og fjölskyldu hennar hartans þakkir.