Skemmtilegur hittingur í Skypark

Krakkarnir voru alsæl með hoppið!

Smádroparnir héldu sinn 4. hitting síðan starfið hófst í Skypark í Kópavogi. 7 krakkar hoppuðu og skoppuðu á meðan foreldrarnir spjölluðu í glæsilegu veisluherbergi staðarins sem kallað er Ofurhetjuherbergið, sem okkur fannst mjög viðeigandi! Við þökkum Skypark fyrir að taka á móti okkur. Næsti Smádropahittingur verður fljótlega eftir áramót og tilkynnt um hann hér á síðunni.