Sumarbúðir

Glæsilegur hópur starfmanna sumarbúðanna.
Glæsilegur hópur starfmanna sumarbúðanna.

Síðdegis í dag var stór stund í starfsemi Dropans, en þá sendum við af stað myndarlegan hóp af krökkum, starfsfólki og heilbrigðisstarfsmönnum í sumarbúðir. Ferðinni er heitið að Löngumýri í Skagafirði þar sem hópurinn dvelur fram á þriðjudag.

Sævar og Breki að ferma bílinn

Sumarbúðirnar eru, ásamt unglingabúðunum, mikilvægasti viðburðurinn í starfseminni. Þetta er einskonar lokapunktur í starfsári Dropans því næst á dagskrá hjá stjórn og sjálfboðaliðum er að undirbúa aðalfund sem fer fram á haustin.

Ein spennt á leið í sumarbúðir

 

Við viljum nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt okkur lið með vinnu- fjárframlögum, gjöfum eða annarskonar stuðningi og auðvitað vonum við að þið haldið áfram að styðja við bakið á okkur og okkar flottu krökkum!

Gleðilegt sumar, Stjórnin