Fyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni

Fimmtudaginn 25.október fáum við stórskemmtilegan fyrirlesara sem nær svakalega vel til jafnt unga sem aldna.

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari með bs. gráðu í sálfræði. Hann var umsjónarmaður Meistaramánaðar og hefur stýrt tveimur sjónvarpsþáttum bæði á RÚV og Stöð 2. Í fyrirlestrinum fyrir Dropann fjallar hann um jákvætt hugarfar, samskipti í hópum og markmiðasetningu.

Pálmar greindist með sykursýki 1 þegar hann var 23 ára gamall og í fyrirlestrinum segir hann frá því hvernig hann tekst á við sjúkdóminn með jákvæðu hugarfari og lætur hann ekki koma í veg fyrir að hann geri þá hluti sem honum dreymir um eða lifi lífinu eins og honum langi til. Hann fer einnig yfir það hvernig það hefur nýst honum að setja sér markmið tengd sykursýkinni og hvernig markmiðasetning getur hjálpað til með sykursýkinni.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 19:30 og fer fram í sal ÖBÍ Hátúni 10. Aðgangur ókeypis og öllum frjáls á meðan húsrúm leyfir.