Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir:

23.ágúst næstkomandi  kl: 13:30-15:30 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Blásölum, 7.hæð á Landspítalanum í Fossvogi.

Á námskeiðinu verður fjallað um almenn atriði varðandi sykursýki, aðferðir til að stýra blóðsykri, hollt og gott fæði fyrir alla, samspil blóðsykurs og hreyfingar. Að lokum verða  umræður um sykurstjórnun á skólatíma og kynnt verður tillaga að samstarfi milli forráðamanna barns og starfsfólks skólans.  

Námskeiðið er fyrir starfsfólk leikskóla, skóla og frístundaheimila

Leiðbeinendur eru  Elísabet Konráðsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun,  Sigríður Eysteinsdóttir,  næringarráðgjafi og Birkir Friðfinnsson, sjúkraþjálfari

Þátttökugjald er 2000  krónur

Nánari upplýsingar og skráning:www.landspitali.is/namskeid-sykursyki