Reykjavíkur Maraþon

Nú er áheitasöfnun í gangi á síðu Hlaupastyrks og viljum við minna á allt þetta flotta fólk sem hleypur fyrir Dropann í ár: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/666/dropinn-styrktarfelag-barna-med-sykursyki

Hér á eftir koma skilaboð til hlaupara, endilega hjálpið okkur að koma þessu til skila:

Kæri hlaupari,

Takk fyrir að hlaupa fyrir Dropann í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Okkur langar að vera sýnilegri í hlaupinu og bjóða þér bol með merki félagsin. Hlauparar og hlaupahópar sem safna 10þ kr eða meira á manna fá bolinn gefins, aðrir geta fengið bolinn á kostnaðarverði sem er 4þ kr.  

Til að fá bol þarftu að senda okkur stærðina þína (ef þú ert ekki viss getur þú mátað í Altis, eða Under Armour Kringlunni). Bolirnir verða afhenntir föstudaginn 23. Ágúst á milli kl 19 og 21 Sefgörðum 24 á Seltjarnarnesi. Sendu okkur stærðina á dropinn@dropinn.is í síðasta lagi föstudaginn 16.ágúst kl 12 og ef þú hefur spurningar má einnig koma þeim til skila þar.

Kær kveðja, stjórnin