
Þar sem ekki hefur viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og lítið gerst í þeim málum hjá félaginu fyrir utan Reykjavíkurmaraþon hefur stjórn félagsins sett af stað símasöfnun.
Á næsta ári ætlum við okkur að halda bæði unglingabúðir á Kvartsita og barnabúðir í Löngumýri og því ljóst að við þurfum halda vel á spöðunum.
Stjórn félagsins biður ykkur því að taka vel á móti úthringjurum sem kynna sig í nafni félagsins og þakkar öllum þeim sem vilja leggja sitt af mörkum.
Með virðingu og vinsemd,
Stjórnin