Unglingaferð Dropans 2022

Að vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð í sumar. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 2004-2008). Í einhverjum tilfellum gætu eldri einstaklingar farið með ef viðkomandi hefur ekki áður fengið færi á að koma með. Nýgreindir hafa forgang í ferðina.

Farið verður til Svíþjóðar þar sem búið verður á skólaskipinu Kvartsita og siglt um í fallegu umhverfi á sléttum sjó og stundum ekki svo sléttum. Krakkarnir eru hásetar um borð og allir hjálpast að og skemmta sér. Flogið verður með Icelandair út til Osló, rúta að skipi í Fiskebäckskil. Flogið tilbaka frá Kaupmannahöfn, Síðustu tveir dagarnir eru í Gautaborg, gist 2 nætur á hotel Operan. Þar verður farið í Tívólí í Liseberg og gert margt skemmtilegt. Ragnar er sérlegur áhugamaður um verslunarferðir og stýrir þeim.

Þessi ævintýraferð verður 9. júní – 15. júní. Flugin eru FI 318   09JUN   KEF OSL 0750  1235 9.júní og til baka, FI 213 15JUN   CPH KEF   2110   2225 15.júní. Kostnaður er áætlaður 50.000 kr og Samtök Sykursjúkra endurgreiða helming upphæðarinnar, fyrir þá sem eru félagsmenn í samtökunum. Það kostar 3.000 kr að vera meðlimur og hægt að skrá sig með því að smella hér og fylla út formið.

Ragnar Bjarnason yfirlæknir barnadeildar Landspítala fer með og ber höfuðábyrgð á öllu. Hann hefur úrslitavaldið ef of margar umsóknir berast.

Ferðin verður kynnt á aðalfundi Dropans 22.mars (sjá frétt á heimasíðu). Skráning er opin til 10.apríl Smellið hér til að fylla út skráningarform.