Fjölskylduhittingur í fimleikasal Fylkis laugardaginn 10. september kl. 16-18

Dropinn býður börnum með sykursýki og fjölskyldum þeirra í hitting í fimleikasal Fylkis að Norðlingabraut 12 (bak við bensínstöðina við hliðina á Bros). Leiktæki og gryfja salarins verða opin fyrir börnin til að leika sér. Hvetjum þá sem lagt geta lið að koma með smáræði á sameiginlegt veisluborð. Drykkir verða í boði Dropans. 

Vonumst til að sjá sem flesta enda fyrsta skipti eftir Covid faraldurinn sem við blásum til hópsamkomu og mörg ný börn hafa bæst í hópinn síðastliðin misseri og hefðu eflaust gott og gaman af því að hitta önnur börn með sykursýki.