Aðrir fastir viðburðir
Reglubundnir viðburðir sem Dropinn stendur fyrir.
Bingó
Dropinn hafði haldið fjárölfunarbingó ár hvert áður en Covid faraldurinn brast á. Hefur bingóið ekki verið haldið í nokkur ár en nú hefur verið ákveðið að endurvekja þennan atburð og verður væntanleg haldið bingó næsta haust, 2024.
Alþjóðardagur sykursjúkra
14.nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra og hefur Dropinn tekið þátt í dagskrá á vegum Samtaka Sykursjúkra en þeir standa fyrir blóðsykurmælingum fyrir gesti og gangandi í Kringlunni eða Smáralind.
Smádropar
Fyrsti hittingur hópsinns var sunnudaginn 25. janúar 2015. Samkomurnar eru hugsaðar til þess að litlu krakkarnir sem ekki eru orðin nógu stór til að fara í sumarbúðir fái tækifæri á að hitta önnur börn með sykursýki. Einnig er þetta vettvangur fyrir foreldra að kynnast og deila reynslu.
Hittingarnir munu fara fram á stöðum þar sem börn og unglingar geta átt skemmtilegar stundir saman og einnig að foreldrar geti átt sameiginlegar spjallstundir og kynnst.
Sumarbúðir
Stærsta verkefni Dropans er að bjóða upp á sumarbúðir á hverju ári fyrir börn og unglinga með sykursýki. Dropinn hefur starfrækt sumarbúðir fyrir börn félagsmanna að Löngumýri í Skagafirði. Hverju sinni hafa 22 til 30 börn allstaðar að af landinu dvalist að Löngumýri. Sumarbúðirnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 8-13 ára og standa yfir í fjóra daga.
Unglingabúðirnar hafa verið haldnar nokkrum sinnum. Fyrst að Úlfljótsvatni, því næst í Danmörku og svo á Akureyri og nágrenni. Nú síðast voru búðirnar starfræktar um borð í skólaskútu við strendur Svíþjóðar. Tilgangurinn með unglingabúðunum er að vinna með unglingunum og veita þeim undirbúning og fræðslu fyrir lífið, taka á málum sem upp koma á unglingsárunum. Unglingabúðirnar eru fyrir 14 ára og eldri. Þátttakendur hafa verið á aldrinum 14 til 18 ára.
Þessar sumarbúðir eru haldnar til skiptis þannig að annað árið er farið í Skagafjörðinn og hitt árið er farið til Svíþjóðar. Næsta ferð árið 2025 er ferð fyrir yngri hópinn í Skagafjörðinn
Reykjavíkurmaraþon
Dropinn hefur verið hvatningarstöð fyrir hlauparana á hlaupaleiðinni sem og að eftir hlaupið hefur Dropinn boðið þeim sem hafa hlaupið til styrktar Dropanum í Maraþoninu að koma að Mýrarkoti og þiggja veitingar sem og að slaka á , heitum og köldum pottum sem þar eru. Dropinn þakkar þeim sem hafa hlaupið til styrktar Dropanum í gegnum árið og þannig safnað fjármagni tilhanda Dropanum til að standa undir starfsemi Dropans.
Sumarhittingur foreldra og barna í Þykkvabænum.
Dropinn hefur staðið fyrir sumarhittingi á tjaldsvæði Þykkvabæjar þar sem Dropinn hefur leigt íþróttaaðstöðu á staðnum og gert fjölskyldum barna með sykursýki að eiga skemmtilega helgi saman
Foreldra og barnahittingur
Dropinn hefur staðið fyrir, nokkrum sinnum á ári ,uppákomum þar sem börnum og fjölskyldum þeirra er boðið að koma saman og eiga stundir saman. Þetta hafa til dæmis verið dagur í Skopp, Dropinn hefur leigt fimleikasali, spiladag þar sem börn og ungingar koma saman til að spila ýmissspil.