Námskeið um sykursýki skólabarna

Námskeiðið verður haldið mánudaginn 02.03.2020 kl: 13:30-15:30 Á Barnaspítala Hringsins Hringsal, 1.hæð Að þessu sinni verður ekki kallað eftir skráningum. Markmið námskeiðs er að styrkja starfsfólk leikskóla, skóla og frístundaheimila í að sinna börnum með sykursýki. Fjallað verður sérstaklega um blóðsykurssírita og insúlíndælur

Nýjar dagsetningar!! Skráning í sumarbúðir barna hafin

Sökum Covid-19 faraldur og óvissu í þjóðfélaginu hefur stjórn Dropans í samráði við Sykursýkisteymis Barnaspítalans og staðarhaldara á Löngumýri ákveðið að fresta sumarbúðum sem fyrirhugaðar voru í byrjun júní. Nýjar dagsetningar eru 16.-20.ágúst. Haft verður samband við alla sem nú þegar hafa skráð sig og þeim gerð grein fyrir stöðunni. Hér kemur upphaflega auglýsingin með …

Gjöf í desember

Dropanum barst á dögunum fjárstyrkur frá starfsfólki leikskólans Norðurberg í Hafnarfirði, en starfsfólk þar á bæ hefur um nokkura ára skeið valið eitt góðgerðafélag til að styrkja í desember. Við færum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Heilbrigð – með sykursýki: Útilokun fyrir störf á Íslandi

Höfundur greinar er Ingibjörg Thomsen Hreiðarsdóttir og birtist hún í fréttablaðinu og á vísir.is 14.nóvember 2019. Sykursýki týpa 1 getur verið lífsógnandi sjúkdómur og verkefni daglegs lífs geta sannarlega verið áskorun fyrir einstaklinginn og nánasta umhverfi hans. Rannsókn sem var gerð við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 2014 gaf til kynna að einstaklingur með …

14. Nóvember

Banting og Best tókst árið 1921 að einangra insúlín í fyrsta skipti og í framhaldi af því þróa aðferð til að framleiða það til meðferðar á mönnum. Fram til þess hafði það að greinast með sykursýki verið dauðadómur. Fjórtándi nóvember er fæðingardagur Banting og er dagurinn í dag alþjóðadagur sykursýki og baráttunni við að finna …

Aðalfundur Dropans 2019

Vegna óviðráðnlegra orsaka, þurfum við að fresta fundi til 10.nóv! Nýr fundatími kl 13:00!!! Aðalfundur Dropans fer fram sunnudaginn 20.október kl 11 í Hátíðarsal Gróttu, Hertz höllinni suðurströnd 8, 170 Seltjarnarnesi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf eins og lög gera ráð fyrir, kosið í stjórn og lagður fram ársreikningur. Einhverjar breytingar verða á stjórninni og …

Reykjavíkur Maraþon

Nú er áheitasöfnun í gangi á síðu Hlaupastyrks og viljum við minna á allt þetta flotta fólk sem hleypur fyrir Dropann í ár: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/666/dropinn-styrktarfelag-barna-med-sykursyki Hér á eftir koma skilaboð til hlaupara, endilega hjálpið okkur að koma þessu til skila: Kæri hlaupari, Takk fyrir að hlaupa fyrir Dropann í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Okkur langar að vera …

Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir: 23.ágúst næstkomandi  kl: 13:30-15:30 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Blásölum, 7.hæð á Landspítalanum í Fossvogi. Á námskeiðinu verður fjallað um almenn atriði varðandi sykursýki, aðferðir til að stýra blóðsykri, hollt og gott fæði fyrir alla, samspil blóðsykurs og hreyfingar. Að lokum verða  umræður um sykurstjórnun …

Fjölskylduhelgi Dropans

Fjölsylduhelgi Dropans verður haldin í fyrsta sinn í Þykkvabæ á suðurlandi laugardagaginn 22.júní. Viðburðurinn er ætlaður fjölskyldum barna með sykursýki t1. Ætlunin er að njóta samveru og gefa krökkunum og foreldrum/forráðamönnum tækifæri að hittast. Dagskrá verður á léttum nótum, leikir og skemmtun fyrir unga sem aldna en einnig verður boðið upp á fræðsluerendi og annað …

Bingó á Uppstigningardag 30.maí kl 14

Nú er komið að því, árlega fjáröflunarbingó Dropans fer fram í sal Íslenska Gámafélagsins Gufunesvegi 30.maí kl 14. Að vanda eru fullt af veglegum vinningum í boði og kaffihlaðborð að bingói loknu. Tökum daginn frá og fjölmennum! https://www.facebook.com/events/403075110281541/