Aðalfundur 5.nóv kl 16:00

Það er alltaf líf og fjör á aðalfundinum!

Aðalfundur Dropans verður haldinn laugardaginn 5. nóvember kl .16 -18 í íþróttamiðstöðinni Björk (Litlu Björk) Haukahrauni 1 í Hafnarfirði. Gryfjan verður að vanda opin fyrir börnin og veitingar í boði Ölgerðarinnar og Myllunnar. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundastörf auk fræðsluerenda og umræðu. Sigrún Sigurðardóttir Lífeindarfræðingur, sölustjóri MiniMed Diabetics Intermedica ætlar að kynna nýjungar í búnaði barna með …

Jólakortasamkeppni

Dropinn ætlar að framleiða jólakort og merkimiða sem fjáröflun fyrir Dropann og nú vantar okkur fallega jólamynd til að prýða kortin. Við leitum því til listrænna Dropa sem vilja taka þátt í jólakortasamkeppni Dropans. Skila þarf inn jólamynd fyrir 1. nóv með því að senda á dropinn@dropinn.is Úrslit verða svo tilkynnt á aðalfundi 5.nóv og …

Vinir Dropans, seinni gjalddagi

Kæru Vinir Dropans, Seinni gjalddagi ársins var að detta inn á heimabankann hjá ykkur. Takk kærlega fyrir ykkar ómetanlega stuðning 🙂 Bestu kveðjur,Gjaldkerinn. Um Vini Dropans: Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki starfrækir verkefnið „Vinir Dropans“ þar sem ömmum, öfum, frænkum og frændum, eða bara öllum sem vilja sýna málefninu stuðning býðst að styrkja félagið um fjárhæð …

Smádropar

  Nú er búið að stofna Smádropana fyrir yngstu börnin í Dropanum og foreldra þeirra. Fyrsti hittingur verður sunnudaginn 25. janúar. Sjá nánar hér.

Vinir Dropans

Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki starfrækir  verkefnið „Vinir Dropans“ þar sem ömmum, öfum, frænkum og frændum, eða bara öllum sem vilja sýna málefninu stuðning býðst að styrkja félagið um fjárhæð að eigin vali í gegnum heimabanka. Dropinn hefur starfað síðan 1995. Höfuðmarkmið félagsins er að stuðla að velferð barna og unglinga með sykursýki og að …

Námskeið um sykursýki skólabarna

Námskeið um sykursýki skólabarna verður haldið föstudaginn 8. apríl 2016 á Barnaspítala Hringsins fyrir starfsfólk leikskóla, skóla og frístundaheimila. Skráning hér.