Aðrir fastir viðburðir

Húsfylli á fyrsta fjáröflunarbingói Dropans
Húsfylli á fyrsta fjáröflunarbingói Dropans

Bingó á Uppstigningardegi

Dropinn byrjaði með fjáröflunarbingó 2015, þá vorum við í sal Öryggismiðstöðvarinnar. Fullt var út að dyrum og ári síðar vorum við í húsnæði Gámafélagsins í Gufunesi sem rúmaði viðburðinn betur. Stefnum við að því að gera Bingóið að árlegum viðburði og höldum það á Uppstigningardegi.

Fyrirtæki hafa verið dugleg að gefa vinninga í þennan viðburð og aðstendur barna með sykursýki hafa lagt hönd á plógin við að afla vinninga.  Krakkarnir hafa svo hjálpað til við að standa að bingóinu. Vel hefur tekist til við bingóið, ávallt hefur verið húsfyllir og allir skemmt sér vel.  Höfum leitast við að hafa viðburðin fjölskylduvænan, bingóspjöldin og veitingar á temmilegu verði. Þannig getur öll stórfjölskyldan komið saman á góðri skemmtun og styrkt okkar góða starf.

Jólakort

Á hverju ári höldum við samkeppni um myndir til að prýða jólakort félagsins. Leitum við til barnanna að hugmyndum og hafa velunnarar félagsins aðstoðað með að framkvæma útgáfuna. Kortin hafa hingað til eingöngu verið seld á meðal félagsmanna.

Alþjóðadagur sykursjúkra

14.nóvember er alþjóðadagur sykursjúkra og hefur Dropinn tekið þátt í dagskrá á vegum Samtaka Sykursjúkra en þeir standa fyrir blóðsykurmælingum fyrir gesti og gangandi í Kringlunni eða Smáralind. Félagið stefnir að því að standa að fleiri og fjölbreittari viðburðum í tengslum við 14.nóvember í framtíðinni.

Það er alltaf líf og fjör á aðalfundinum!
Það er alltaf líf og fjör á aðalfundinum!

Aðalfundur

Aðalfundur Dropans fer venjulega fram á haustin. Reynt er að hafa fundinn fyrir 14.nóvember en allur gangur hefur verið þar á. Fundirnir hafa verið haldnir í húsakynnum Fimleikafélgasins Bjarkar, Haukahrauni 1 í Hafnafirði. Þar er góð aðstaða fyrir krakkana að leika sér á meðan foreldrar hlusta á fræðsluerendi, sinna hefðbundnum aðalfundastörfum og ræða málin.