top of page

Um sykursýki

Hvað er sykursýki?

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt.

 

Fræðiheitið á sykursýki er diabetes mellitus. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu.

pexels-artem-podrez-6823410.jpg
Kids Running

helstu tegundir sykursýki

Tegund 1
Tegund 2
Tegund 3

Meðgöngusykursýki

Þessi tegund sykursýki þróast þegar flestar eða allar frumurnar sem framleiða insúlín í brisinu eyðileggjast og af hlýst verulegur insúlínskortur.

 

Algengast er að fá sjúkdóminn á barns- eða unglingsaldri, en þó getur fólk fengið hann síðar.

Briskirtillinn framleiðir insúlín en virkni þess er verulega skert. Líkaminn leitast í byrjun við að leiðrétta þennan galla með því að auka insúlínframleiðslu umfram það sem eðlilegt er, til þess að viðhalda jafnvægi. Eftir nokkur ár gefur briskirtillinn sig, insúlínframleiðslan minnkar og blóðsykurinn hækkar í framhaldi af því. Þess vegna hefur þessi hæggengi sjúkdómur oftast verið til staðar í mörg ár áður en hann greinist.

 

Hjá langflestum er helstu orsaka að leita í erfðum. Lífsstíll, ofþyngd, mataræði og hreyfingarleysi getur flýtt fyrir því að kveikja á erfðaþáttunum.

 

Helstu áhættuþættir varðandi sykursýki af tegund 2

  • Að eiga ættingja með sykursýki

  • Að hafa fengið sykursýki á meðgöngu

  • Að vera of þung/ur

  • Að hafa of háan blóðþrýsting

  • Að þjást af æðakölkun (t.d. kransæðastíflu)

  • Að hafa of háa blóðfitu (kólesteról og þríglýseríða)

Sjúkdómurinn kemur oft fram á seinni hluta meðgöngu. Konan framleiðir ennþá insúlín en það virkar ekki eins vel og áður en hún varð þunguð. Mataræði og hreyfing er mikilvæg fyrir þroska fóstursins og oft er nauðsynlegt að bæta insúlíni við meðferðina til að halda blóðsykurgildum innan eðilegra marka.

Healthy Cooking

Helstu einkenni sykursýki eru

  • þorsti

  • tíð þvaglát

  • þreyta

  • lystarleysi og þyngdartap

  • kláði umhverfis kynfæri

  • sýkingar í húð og slímhúð

 

Þessi einkenni eiga við um allar tegundir sykursýki. Ef einstaklingur er með þessi einkenni er ráðlagt að leita til læknis sem fyrst.

 

Sykursýki er meðhöndluð með

 

  1. Réttu mataræði

  2. Hreyfingu

  3. Lyfjagjöf

bottom of page