
Nú er búið að stofna Smádropana fyrir yngstu börnin í Dropanum.
Fyrsti hittingur hópsinns var sunnudaginn 25. janúar 2015. Samkomurnar eru hugsaðar til þess að litlu krakkarnir sem ekki eru orðin nógu stór til að fara í sumarbúðir fái tækifæri á að hitta önnur börn með sykursýki. Einnig er þetta vettvangur fyrir foreldra að kynnast og deila reynslu.
Hittingarnir munu fara fram á skemmtilegum stöðum en fyrstu tvær samkomurnar fóru fram í Krakkahöllinni og Ólátagarði.