Jólakortasamkeppni

Dropinn ætlar að útbúa jólakort og merkimiða í fjáröflunarskyni fyrir Dropann og nú vantar okkur fallega jólamynd til að prýða kortin. Við leitum því til listrænna Dropa sem vilja taka þátt í jólakortasamkeppni Dropans.

Skila þarf inn jólamynd fyrir 25.október. Myndir þurfa að vera skannaðar inn í góðri upplausn og helst á .jpg formati. Skilið á tölvupóstfangið dropinn@dropinn.is.

Úrslit verða svo tilkynnt á aðalfundi í nóvember og verðlaun veitt.

Endilega hvetjið börn ykkar til að taka þátt!