Unglingaferð til Svíþjóðar 8.-15.júní 2024

Að vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð sumarið 2024. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 2005-2009). Í einhverjum tilfellum gætu eldri einstaklingar farið með ef viðkomandi hefur ekki áður fengið færi á að koma með.

Komin er staðfesting frá frændum okkar í Svíþjóð um að þeir ætla að taka á móti hópnum okkar þann 8.júní og vera með þau til 15.júní 2024. Ferðatilhögunin liggur fyrir að mestu leyti. Flogið verður laugardaginn 8,júní, með Icelandair til Osló, þaðan sem farið verður með rútu til Fiskebäckskil í Svíþjóð. Þar munu krakkkarnir fara um borð í skólaskipið Kvartsita. Skipið mun síðan verða á ferðinni til 13,júní. Þann dag mun hópurinn fara með rútu til Gautaborgar, gista þar á hóteli í tvær nætur og skoða nærumhverfi hótelsins. Þann 15.júní verður síðan farið með rútu til Kaupmannahafnar þaðan sem flogið verður heim með síðdegisflugi Icelandair.

Reglan í ferðum undanfarin ár er sú að nýgreindir hafa forgang í ferðina.

Nánari tilhögun og kostnaður vegna ferðarinnar verður sett inn bráðlega, sem og að kynningarfundur verður einnig haldinn um ferðina.

Ragnar Bragason, yfirlæknir barnadeildar fer með í ferðina og mun sjá um hópinn ásamt starfsliði sínu. Viljum við í stjórn Dropans hafa vaðið fyrir neðan okkur og athuga með áhuga foreldra á því að senda börn sín í þessa ferð.

Komi til þess að umsóknir um pláss í ferðinni verði fleiri en plássin sem í boði verða , þá mun Ragnar Bragason, yfirlæknir bera ábyrgð á því að ákveða hverjir fara í ferðina.

Dropinn og samtökin Diabetes á Íslandi munu taka þátt í ferðakostnaði líkt og undanfarin ár fyrir þá sem eru félagsmenn í samtökunum.

Skráningu er lokið.

Með kveðju f.h Dropans

Birgir Hilmarsson