Sykursýki og leik-/ grunnskólinn

Hér er að finna efni sem foreldrar hafa útbúið eða nýtt sér til að koma upplýsingum um barn sitt á framfæri við skólann. Hægt er að nota þetta efni sem fyrirmynd eða aðlaga að sínu barni ef vill. Hér er einnig að finna efni frá göngudeildinni fyrir kennara o.fl.

Ef þið hafið útbúið ykkar upplýsingaefni eða annað gagnlegt, komið því endilega til Dropans, dropinn@dropinn.is, og við setjum það hér á síðuna.

Á námskeiði göngudeildar fékk starfsfólk leikskóla og grunnskóla sem þar tók þátt eftirfarandi yfirlit yfir rétt viðbrögð við lágum blóðsykri.

verkferlarfyrirkennara

Foreldrar útbjuggu þetta ítarlega upplýsingaefni með barninu sínu fyrir grunnskólann.

Nemandi með sykursýki

Foreldrar útbjuggu þessar upplýsingar með sex ára barni sínu fyrir aðra foreldra í bekknum.
fræðsla

Það þarf að gefa réttan skammt af insúlíni fyrir máltíðir, í skólanum sem annars staðar. Foreldrar útbjuggu þetta skema með 6 ára skólastúlku.

skema_yfir_maltidir

Stundum er gott að skrá niður á gamla mátann mælingar og bólusa til að fá yfirlit yfir stöðuna. Hér er skema sem hægt er að nota.
blodsykurslinurit

Fræðsluerindi um börn með sykursýki 1 og skólann, flutt á aðalfundi Dropans 3.11.2014. Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi, tók saman helstu atriði um lög og reglugerðir sem snerta börn með sérþarfir og hvað ber að hafa í huga þegar þau byrja í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla.
sykursyki_1_og_skolinn_lgo2014

Foreldri þýddi þetta skjal þar sem talin eru upp 8 atriði sem gott er að kennari viti um nemanda með sykursýki.