Forsetinn gefur bindi og sokkapar

Lionsklúbburinn Eik, stendur fyrir blóðsykurmælingum á Garðatorgi, föstudaginn 11. nóvember kl. 16:00. Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki, fær að taka þátt í viðburðinum. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannessson er verndari Lions á Íslandi. Hann ætlar að leggja fjáröflun Dropans lið með því að gefa félaginu uppáhalds bindið sitt og sokkapar, sem sett verður á uppboð á Alþjóðadegi sykursjúkra þ. 14. nóvember. Eftir að börn úr Dropanum hafa mælt í honum blóðsykurinn mun hann afhenda fulltrúum Dropans þessa hluti.

Dropinn stendur fyrir fræðsluátaki og fjáröflunarátaki í nóvember. Félagið vill fræða fólk um muninn á sykursýki 1 og 2 og sporna við fordómum í samfélaginu gagnvart þessum sjúkdómum. Ennfremur er langstærsta verkefni Dropans að afla fjár annars vegar fyrir árlegum sumarbúðum barna með sykursýki og hins vegar unglingabúðum annað hvert ár en kostnaðurinn við þessi verkefni eru á bilinu 5-10 milljónir á ári. Nánar má lesa um sumarbúðirnar hér: http://dropinn.is/starfid/sumarbudir/ og einnig má fylgjast með #týpa1 og #t1dropinn.

Á uppboðinu á mánudag, sem fer fram á ebay.com, verða einnig landsliðstreyja íslenska fótboltalandsliðsins, árituð af öllum leikmönnum og félagsliðatreyjur þeirra Viðars Arnar Kjartanssonar hjá Maccabi Tel Aviv og Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves.

Nánari upplýsingar:

Jón Páll Gestsson, formaður Dropans s: 8581065
Leifur Gunnarsson, varaformaður s: 8689048