Námskeið um sykursýki skólabarna 3.apríl kl 14

Mánudaginn 3.apríl næstkomandi stendur Landspítalinn fyrir námskeiði um sykursýki barna. Á námskeiðinu verður fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi og hvernig hátta megi stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra. Kynntar verða blóðsykurmælingar og insúlíngjafir, fjallað um lágan og háan blóðsykur, einkenni og viðbrögð, og áhrif hreyfingar á blóðsykur. Næringarráðgjafi mun fjalla um …

Skráning í sumarbúðir barna hafin

Skráning í sumarbúðir barna að Löngumýri er hafin. Búðirnar fara fram dagana 9.-13.júní. Þátttökugjaldið er 28 þúsund en Samtök Sykursjúkra endurgreiða helming af kostnaði þeirra sem eru í félaginu. Skráning fer fram á dropinn@dropinn.is: Það sem koma þarf fram er nafn, kennitala, heimilisfang, nafn aðstandenda, kennitala og heimilsfang. Finna má frekari upplýsingar um búðirnar hér.

Góðar gjafir í lok árs

  Dropanum hefur síðust daga borist nokkrar góðar gjafir, um er að ræða peningagjafir þar sem aðilar hafa styrkt okkur í stað þess að senda jólakort þetta árið. Þökkum við kærlega fyrir okkur. Í dag tók stjórn Dropans við góðum styrk en það var Bára Erna Ólafsdóttir sem gaf veglega peningagjöf til Dropans í minningu …

Jólakveðja

Kæru félagar, vinir og stuðningsaðilar. Stjórn Dropans óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við eigum stórt ár í vændum þar sem við höldum bæði Unglinga- og barnasumarbúðir og stuðningur ykkar er forsenda þess að þetta gangi upp. Kærar þakkir fyrir alla aðstoðina hvort sem það hefur verið vinnuframlag eða …

Unglingaferð Dropans sumarið 2017

Að vanda stendur Dropinn fyrir unglingaferð í sumar. Þessi ferð er ætluð 14-18 ára unglingum (fædd 1999-2003). Farið verður til  Svíþjóðar þar sem farið verður á skólaskip og siglt um í fallegu umhverfi á sléttum sjó. Krakkarnir eru hásetar um borð og allir hjálpast að og skemmta sér. Flogið verður með Icelandair til Gautaborgar, rúta …

Jólakort til styrktar Dropans

Eins og síðustu ár gefur Dropinn út jólakort og merkispjöld fyrir gafir og eru það krakkar úr félaginu sem skreyta kortin. Kortin í ár eru einstaklega glæsilega og viljum við þakka þeim Arnari Smára, Bergsteini Þór, Emblu Rós, Hauki Frey, Lísu, Söru og Viktoríu Rún kærlega fyrir myndirnar. Þau fá glaðning sendan heim á næstu dögum. …

Dropinn á Bylgjunni

Fulltrúar Dropans ásamt henni Elísabetu okkar Konráðsdóttur, verða í spjalli í Íslandi í Bítið kl. 8:30, þriðjudaginn 15. nóvember.   Uppfærsla, hér er linkur á spjallið: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP50062

Apabindi forsetans boðið upp

Dropinn styrktarfélag barna með sykursýki stendur þessa dagana fyrir uppboði í fjáröflunarskyni þar sem félagið safnar fyrir árlegum sumarbúðum barna og unglinga með sykursýki. Uppboðið hefst á ebay.com í dag en 14. nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra. Á uppboðinu eru félagsliðatreyjur Viðars Arnars Kjartanssonar hjá Maccabi Tel Aviv  og Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolfes. Einnig verður …

Forseti Íslands leggur Dropanum lið

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson mætti á Garðatorg í dag, 11. nóv, og lagði átaki Dropans og Lions klúbbsins Eikar, lið með því að leyfa Dropunum Breka Degi Jónssyni og Bergsteini Þór Leifssyni að mæla í sér blóðsykurinn. Einnig afhenti Guðni formanni Dropans og varaformanni, bindi og sokkapar sem fer á uppboð á mánudaginn …