Nýjar dagsetningar!! Skráning í sumarbúðir barna hafin

Sökum Covid-19 faraldur og óvissu í þjóðfélaginu hefur stjórn Dropans í samráði við Sykursýkisteymis Barnaspítalans og staðarhaldara á Löngumýri ákveðið að fresta sumarbúðum sem fyrirhugaðar voru í byrjun júní. Nýjar dagsetningar eru 16.-20.ágúst. Haft verður samband við alla sem nú þegar hafa skráð sig og þeim gerð grein fyrir stöðunni. Hér kemur upphaflega auglýsingin með …

Gjöf í desember

Dropanum barst á dögunum fjárstyrkur frá starfsfólki leikskólans Norðurberg í Hafnarfirði, en starfsfólk þar á bæ hefur um nokkura ára skeið valið eitt góðgerðafélag til að styrkja í desember. Við færum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Heilbrigð – með sykursýki: Útilokun fyrir störf á Íslandi

Höfundur greinar er Ingibjörg Thomsen Hreiðarsdóttir og birtist hún í fréttablaðinu og á vísir.is 14.nóvember 2019. Sykursýki týpa 1 getur verið lífsógnandi sjúkdómur og verkefni daglegs lífs geta sannarlega verið áskorun fyrir einstaklinginn og nánasta umhverfi hans. Rannsókn sem var gerð við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 2014 gaf til kynna að einstaklingur með …

14. Nóvember

Banting og Best tókst árið 1921 að einangra insúlín í fyrsta skipti og í framhaldi af því þróa aðferð til að framleiða það til meðferðar á mönnum. Fram til þess hafði það að greinast með sykursýki verið dauðadómur. Fjórtándi nóvember er fæðingardagur Banting og er dagurinn í dag alþjóðadagur sykursýki og baráttunni við að finna …

Aðalfundur Dropans 2019

Vegna óviðráðnlegra orsaka, þurfum við að fresta fundi til 10.nóv! Nýr fundatími kl 13:00!!! Aðalfundur Dropans fer fram sunnudaginn 20.október kl 11 í Hátíðarsal Gróttu, Hertz höllinni suðurströnd 8, 170 Seltjarnarnesi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf eins og lög gera ráð fyrir, kosið í stjórn og lagður fram ársreikningur. Einhverjar breytingar verða á stjórninni og …

Reykjavíkur Maraþon

Nú er áheitasöfnun í gangi á síðu Hlaupastyrks og viljum við minna á allt þetta flotta fólk sem hleypur fyrir Dropann í ár: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/666/dropinn-styrktarfelag-barna-med-sykursyki Hér á eftir koma skilaboð til hlaupara, endilega hjálpið okkur að koma þessu til skila: Kæri hlaupari, Takk fyrir að hlaupa fyrir Dropann í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Okkur langar að vera …

Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir: 23.ágúst næstkomandi  kl: 13:30-15:30 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Blásölum, 7.hæð á Landspítalanum í Fossvogi. Á námskeiðinu verður fjallað um almenn atriði varðandi sykursýki, aðferðir til að stýra blóðsykri, hollt og gott fæði fyrir alla, samspil blóðsykurs og hreyfingar. Að lokum verða  umræður um sykurstjórnun …

Fjölskylduhelgi Dropans

Fjölsylduhelgi Dropans verður haldin í fyrsta sinn í Þykkvabæ á suðurlandi laugardagaginn 22.júní. Viðburðurinn er ætlaður fjölskyldum barna með sykursýki t1. Ætlunin er að njóta samveru og gefa krökkunum og foreldrum/forráðamönnum tækifæri að hittast. Dagskrá verður á léttum nótum, leikir og skemmtun fyrir unga sem aldna en einnig verður boðið upp á fræðsluerendi og annað …

Bingó á Uppstigningardag 30.maí kl 14

Nú er komið að því, árlega fjáröflunarbingó Dropans fer fram í sal Íslenska Gámafélagsins Gufunesvegi 30.maí kl 14. Að vanda eru fullt af veglegum vinningum í boði og kaffihlaðborð að bingói loknu. Tökum daginn frá og fjölmennum! https://www.facebook.com/events/403075110281541/

Námskeið um sykursýki skólabarna

Göngudeild barna og unglinga auglýsir: 14. febrúar næstkomandi  kl: 14-16 verður næsta námskeið um sykursýki skólabarna og mun það fara fram í Hringsal Barnaspítala Hringsins,  1.hæð Á námskeiðinu verður fjallað um almenn atriði varðandi sykursýki, aðferðir til að stýra blóðsykri, hollt og gott fæði fyrir alla, samspil blóðsykurs og hreyfingar. Námskeiðið er fyrir starfsfólk leikskóla, skóla og frístundaheimila …